Skilmálar

  1. Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu handklæðaofna til neytenda.

  2. Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum.

  3. Skilmálinn og aðrar upplýsingar á ravens.is eru einungis fáanlegar á íslensku.

  4. Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerðlögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum.

​ kringumstæðum

Ábyrgðarskilmálar

Lög nr 50/2000

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Greiðslukvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt eftir að varan er móttekin eins fljótt og auðið er í síðasta lagi 14 dögum síðar. Endursending vara er á ábyrgð og kostnað kaupanda, nema viðskiptavinur hafi fengið rangar/skemmdar vörur afhentar. Ef þið viljið skila/skipta vörum eða hafið fengið rangar vörur afhentar, er ykkur velkomið að hafa samband við gorriehf@gmail.com

Höfundaréttur og vörumerki

Allt efni á vefsvæði s.s. texti, grafík, lógó og myndir eru eign G-Orri ehf. Önnur notkun, t.d. afritun, breytingar, dreifing, sending, endurdreifing eða önnur notkun er bönnuð nema með skriflegu leyfi frá eigendum.